Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

106. fundur 13. janúar 2011 kl. 16:30 - 16:30 í almannavarnaherbergi Siglufirði
Nefndarmenn
  • Kristinn Gylfason formaður
  • Magnús Albert Sveinsson aðalmaður
  • Elín Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Hilmar Þór Elefsen aðalmaður
  • Sigurður Hlöðversson aðalmaður
  • Valur Þór Hilmarsson garðyrkju- og umhverfisfulltrúi
  • Ármann Viðar Sigurðsson
Fundargerð ritaði: Valur Þór Hilmarsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Frístundasvæði vestan Óss í Ólafsfirði

Málsnúmer 1010072Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Frístundasvæði vestan Óss í Ólafsfirði.

Samþykkt er að tillaga að deiliskipulagi  Frístundasvæði vestan Óss í Ólafsfirði fari í auglýsingu skv. greinargerð og uppdrætti dagsett. 07.12.2010, skv. 25. gr. laga nr. 73/1997.  Svæðið sem deiliskipulagið nær til er skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota í Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 sem afmarkast af þjóðvegi í suðri, affalli Ólafsfjarðarvatns, Ósnum að austan, sjárvarströndinni að norðan og fjallsrótum að vestan.  Skipulagssvæðið er um 44,5 ha. að stærð.

2.Stoðveggir

Málsnúmer 1012036Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað og vísað til tæknideildar.

3.Umsókn um leyfi til búfjárhalds

Málsnúmer 1101041Vakta málsnúmer

Lögð er fram umsókn um tímabundið sauðfjárhald í hesthúsum á Siglufirði.

Neðanritað fært til bókar:

 

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir undanþágu við sauðfjárhald í hesthúsi nr. 9 á Siglufirði í vetur, sjá umsókn frá Haraldi Björnssyni Suðurgötu 28, Siglufirði.

 

Umsækjandi er í miklum vanda með sinn búfjárstofn ? nánast á götunni.

 

Forsendur nefndarinnar eru þessar;

 

1.    Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 17. mars 2009 búfjárhald í Fjallabyggð.

·         Núverandi bæjarstjórn hefur staðfest ákvörðun fyrri bæjarstjórnar.

2.    Samræming á reglum um búfjárhald í Ólafsfirði og á Siglufirði er varðar búfjárhald var nauðsynlegt til að gæta að jafnræðisreglu stjórnsýslulaga.

3.    Væntanlegt skipulag á Siglufirði byggir á nábýli frístundabænda og hesthúsaeigenda og tekur tillit til áðurnefndra sjónarmiða.

·         Sjá skipulagsuppdrátt, greinargerð og umhverfisskýrslu fyrir Aðalskipulag Fjallabyggðar frá 28.09.2010.

·         Deiliskipulag svæðisins var samþykkt af skipulags- og umhverfisnefnd 25.10.2010

·         Deiliskipulagið var samþykkt af bæjarráði í umboði bæjarstjórnar og sett  27.10.2010.

Ætlun bæjarstjórnar var að ljúka skipulagsvinnunni fyrr til að mæta óskum  aðila um byggingu á húsnæði fyrir sauðfjárhald.

 

4.    Samþykktir um búfjárhald í Fjallabyggð er í staðfestingu hjá Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti.

·         Hún var samþykkt af skipulags- og umhverfisnefnd 25.02.2010

·         Hún var samþykkt í bæjarstjórn 15.03.2010

·         Samþykktin var aftur tekinn til meðferðar í skipulags- og umhverfisnefnd 29.12.2010.

·         Samþykkt með áorðnum breytingum í bæjarráði 11.01.2011.

5.    Nefndin hefur rætt við eigendur húsnæðisins og er ofanrituð undanþága samþykkt af þeirra hálfu í ljósi aðstæðna.

6.    Nefndinni hafa ekki borist neinar skriflegar eða munnlegar kvartanir frá hesthúsaeigendum. 

7.    Búfénaðurinn verður á húsi til vorsins.

 

Nefndin gefur hinsvegar hesthúsaeigendum kost á að koma athugasemdum á framfæri til  nefndarinnar fyrir 01.02.2011.

 

Ætlunin er að leyfa undanþágu þessa til vorsins á grundvelli framkominna sjónarmiða.

 

Nefndin leggur hinsvegar ríka áherslu á að allar umsóknir um búfjárhald berist nefndinni fyrir 1. september ár hvert til að koma í veg fyrir árekstra er varðar búfjárhald í Fjallabyggð.

 

 

Samþykkt með 4 atkvæðum, Sigurður er á móti sauðfjárhaldi á svæðinu.

 

4.Spennistöð

Málsnúmer 1101058Vakta málsnúmer

Garðar Breim fyrir hönd Rarik óskar eftir lóð á gatnamótum Hávegar og Hverfisgötu ofan Suðurgötu 42 á Siglufirði fyrir nýja spennistöð. Nefndin tekur vel í erindið og vísar því til tæknideildar til frekari vinnslu.

5.Efnistaka á Siglunesi

Málsnúmer 1101063Vakta málsnúmer

Lagt er fram bréf frá lögfræðingi Bændasamtakanna vegna erindis Stefáns Einarsson um efnistöku á Siglunesi þar sem farið er þess á leit við bæjarstjórn Fjallabyggðar að hún veiti honum leifi til efnistöku á svæðinu. Erindi frestað óskað er eftir að tæknideild afli frekari gagna.

6.Deiliskipulag -Flæðar

Málsnúmer 1003111Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Flæðar - íbúðasvæði í Ólafsfirði.

Samþykkt er að tillaga að deiliskipulagi  Flæðar - íbúðabyggð í Ólafsfirði fari í auglýsingu skv. greinargerð og uppdrætti dagsett. 21.07.2010, skv. 25. gr. laga nr. 73/1997.  Svæðið sem deiliskipulagið nær til lóða sem standa við Aðalgötu, Ægisbyggð, Hrannarbyggð, Bylgjubyggð, Mararbyggð og Bakkabyggð.  Svæðið afmarkast í norðri af Aðalgötu, í austri af mörkum deiliskipulags Hornbrekkubótar og í suðri og vestri af bakka Ólafsfjarðarvatns.

7.Námskeið 20. janúar um skipulagsmál fyrir kjörna fulltrúa

Málsnúmer 1101016Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Nefndin óskar eftir að send verði fyrirspurn til Skipulagsstofnunar að haldið verði námskeið á Norðurlandi

8.Gjaldskrá vatnsveitu

Málsnúmer 1101053Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

9.Gjaldskrá fyrir stofngjald fráveitu, fráveitugjald og rotþróargjald í Fjallabyggð

Málsnúmer 1101009Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

10.Samþykkt um gatnagerðargjöld, endurskoðuð

Málsnúmer 1101057Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:30.