Velferðarnefnd Fjallabyggðar

5. fundur 15. janúar 2026 kl. 16:00 - 17:15 Bylgjubyggð 2b, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Sæbjörg Ágústsdóttir formaður
  • Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir aðalm.
  • Ólöf Rún Ólafsdóttir aðalm.
  • Guðrún Linda Rafnsdóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs

1.Erindisbréf notendaráðs fatlaðs fólks í Fjallabyggð

Málsnúmer 2601038Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög af erindisbréfi vegna notendaráðs fatlaðs fólks.
Samþykkt
Nefndin felur sviðsstjóra að vinna áfram í erindisbréfinu samkvæmt umræðu á fundinum.

2.Sérstakur húsnæðisstuðningur -viðmiðunarfjárhæðir

Málsnúmer 2601039Vakta málsnúmer

Sérstakur húsnæðisstuðningur - tillaga að viðmiðunarfjárhæðum vegna mats á áhrifum tekna.
Samþykkt
Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tekjuviðmið.

3.Staða starfseminnar á Kristnesspítala og aðgengi að endurhæfingarþjónustu

Málsnúmer 2511037Vakta málsnúmer

Ályktun öldungaráðs Eyjafjarðasveitar.
Lagt fram til kynningar
Nefndarmenn taka undir áhyggjur vegna fyrirhugaðra breytinga á Kristnesi enda um mikilvæga þjónustu að ræða.

4.Niðurlagning sjálfseignarfélags - Sambýli

Málsnúmer 2512007Vakta málsnúmer

Farið yfir breytingar á rekstrarformi Sambýlisins.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerðir Farsældarráðs Norðurlands eystra

Málsnúmer 2512035Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð Farsældarráðs Norðurlands eystra.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 17:15.