Ungmennaráð Fjallabyggðar

36. fundur 13. apríl 2023 kl. 16:30 - 17:40 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ronja Helgadóttir aðalmaður
  • Jón Grétar Guðjónsson aðalmaður
  • Ingólfur Gylfi Guðjónsson varamaður
  • Jóhann Gauti Guðmundsson aðalmaður
  • Helgi Már Kjartansson aðalmaður
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála

1.Gestir á fundi Ungmennaráðs Fjallabyggðar

Málsnúmer 2212024Vakta málsnúmer

Ungmennaráð hefur fengið kynningar á ýmsum starfsmönnum og verkefnum í sveitarfélaginu.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Rætt um hvaða málefni ungmennaráð hefur áhuga á að fá kynningu á og hvaða gesti ráðið mundi vilja fá inn á fund til sín. Ungmennaráð hefur áhuga á að fá kynningu á starfi sem tengist félagsmálasviði Fjallabyggðar, með áherslu á þjónustu við fatlaða. Þá hefur ungmennaráð áhuga á að ræða um íþróttamál í sveitarfélaginu. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála falið að koma á kynningum fyrir næsta fund.

2.Íslenska æskulýðsrannsóknin 2021-2026

Málsnúmer 2212010Vakta málsnúmer

Íslenska æskulýðsrannsóknin er rannsókn sem Háskóli Íslands framkvæmir fyrir Mennta- og barnamálaráðuneytið. Markmið rannsóknarinnar er að safna gögnum um velferð og viðhorf barna og ungmenna og gera niðurstöður aðgengilegar til að styðja við stefnumótun í málefnum barna og ungmenna og snemmbært inngrip og stuðning við börn og fjölskyldur þeirra í anda farsældarlaga, nr. 86/2021.

Rannsóknin nær til 6., 8. og 10. bekkjar grunnskóla nema flokkurinn "nikótín, kannabis og áfengi" sem nær einungis til 10. bekkjar.
Lagt fram til kynningar
Helstu niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar 2022 voru kynntar og ræddar.

3.Ungmennaráð - ýmis mál

Málsnúmer 2304025Vakta málsnúmer

Ungmennaráð ræðir ýmis mál sem brenna á ráðinu hverju sinni.
Lagt fram til kynningar
Ungmennaráð ræddi um ýmis mál í samfélaginu sem brennur á þeim og tengdist umræðan að miklu leyti fyrri dagskrárliðum fundarins.

Fundi slitið - kl. 17:40.