Gestir á fundi Ungmennaráðs Fjallabyggðar

Málsnúmer 2212024

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 34. fundur - 14.12.2022

Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri er gestur fundarins að þessu sinni.
Lagt fram til kynningar
Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri Fjallabyggðar var gestur fundarins. Hún kynnti sig og sögu sína. Einnig gerði hún nýsköpun og frumkvöðlastarf að umtalsefni við ungmennin. Ungmennaráð hvatti bæjarstjóra til að fara með kynninguna til grunn- og framhaldsskólanemenda í Fjallabyggð, því þangað ætti hún sannarlega líka erindi. Að lokum þakkaði ungmennaráð Sigríði bæjarstjóra fyrir góða kynningu og komuna á fundinn.

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 36. fundur - 13.04.2023

Ungmennaráð hefur fengið kynningar á ýmsum starfsmönnum og verkefnum í sveitarfélaginu.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Rætt um hvaða málefni ungmennaráð hefur áhuga á að fá kynningu á og hvaða gesti ráðið mundi vilja fá inn á fund til sín. Ungmennaráð hefur áhuga á að fá kynningu á starfi sem tengist félagsmálasviði Fjallabyggðar, með áherslu á þjónustu við fatlaða. Þá hefur ungmennaráð áhuga á að ræða um íþróttamál í sveitarfélaginu. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála falið að koma á kynningum fyrir næsta fund.

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 37. fundur - 15.05.2023

Ungmennaráð tekur á móti gestum á fundi sína og fær kynningu á áhugaverðum málefnum að þeirra vali.
Lagt fram til kynningar
Fyrri gestur fundarins var Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar en ungmennaráð hafði óskað eftir að fá kynningu á málefnum fatlaðs fólks í Fjallabyggð. Hjörtur kynnti fyrir nefndarmönnum framboð þjónustu við fatlað fólk og rétt þeirra til þjónustu með áherslu á yngri kynslóðina. Hjörtur svaraði svo spurningum fundarmanna. Seinni gestur fundarins var Óskar Þórðarson formaður UÍF en ungmennaráð hafði einnig óskað eftir kynningu á íþróttamálum í sveitarfélaginu. Óskar fór yfir uppbyggingu og skipulag UÍF og hlutverk þess. Óskar svaraði svo spurningum fundarmanna. Ungmennaráð þakkar þeim Hirti og Óskari fyrir komuna og góðar kynningar.