Hjólað í vinnuna 2021.

Málsnúmer 2104038

Vakta málsnúmer

Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 18. fundur - 26.04.2021

Landsátakið Hjólað í vinnuna verður haldið 5. - 25. maí nk. í 18. sinn. Stýrihópur um heilsueflandi Fjallabyggð hvetur alla íbúa Fjallabyggðar til að taka þátt. Stýrihópurinn leggur til að efnt verði til innansveitarfélagskeppni þar sem verðlaun verða veitt fyrir bestan árangur vinnustaða í sveitarfélaginu. Auglýsing með nánari útfærslu verður birt fljótlega á vef Fjallabyggðar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 694. fundur - 04.05.2021

Lögð fram bókun 18. fundar Stýrihóps Heilsueflandi samfélags - Hjólað í vinnuna 2021, ásamt vinnuskjali deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 27.04.2021, þar sem fram kemur að landsátakið Hjólað í vinnuna verður haldið 5. - 25. maí nk. í 18. sinn. Stýrihópur um heilsueflandi Fjallabyggð hvetur alla íbúa Fjallabyggðar til þátttöku og leggur til að efnt verði til innansveitarfélagskeppni þar sem verðlaun verða veitt fyrir bestan árangur vinnustaða í sveitarfélaginu.
Innan sveitarfélagsins yrði keppt í þremur flokkum og keppt um fjölda daga pr. starfsmann sem hann nýtir virkan ferðamáta í vinnuna.

Flokkarnir yrðu þessir:

Fyrirtæki með: 3-9 starfsmenn, 10-19 starfsmenn og 20 og fleiri starfsmenn.
Verðlaun verði veitt fyrir 1. sæti í hverjum flokki. Stýrihópur um heilsueflandi Fjallabyggð óskar eftir að sveitarfélagið gefi verðlaunin og telur viðeigandi að þau séu í formi heilbrigðis. Stýrihópurinn leggur til að sá vinnustaður sem verður í fyrsta sæti í hverjum flokki fái að launum frí afnot af íþróttasal íþróttamiðstöðvar í 2 klst., fyrir hópefli/leiki eða íþróttir fyrir starfsmannahópinn og fjölskyldur þeirra og einnig frítt í sund eftir hópefli í íþróttasal.
Með því móti hvetur sveitarfélagið til heilsueflingar og fyrirtækið getur nýtt verðlaunin sem hópefli.
Áætlaður kostnaður er um 84.400.- kr. og rúmast það innan fjárheimilda 2021.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir kostnað vegna verðlauna kr. 84.400.- sem bókast á lykil 06510-0390 og 06810-9291 og rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2021.

Bæjarráð hvetur íbúa til að taka þátt í landsátakinu Hjólað í vinnuna.