Norræna lýðheilsuráðstefnan í Reykjavík 2022

Málsnúmer 2201043

Vakta málsnúmer

Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 21. fundur - 10.02.2022

Lagt fram
Þrettánda Norræna lýðheilsuráðstefnan verður haldin á Íslandi í lok júnímánaðar 2022. Ráðstefnan verður haldin í Hörpu. Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni er "Heilsa og vellíðan fyrir alla - horft til framtíðar" .

Þrjár höfuðáherslur ráðstefnunnar verða á: Áhrifaþætti heilsu og vellíðunar, stefnumótun lýðheilsu og gagnadrifið lýðheilsustarf. Þá verður einnig fjallað um heimsfaraldurinn COVID-19 og hvernig lýðheilsustarf hefur skipt sköpum í viðbrögðum og fyrirbyggjandi vinnu til að takast á við afleiðingar hans. Skráning er hafin.