Stjórn Hornbrekku

35. fundur 23. nóvember 2022 kl. 16:30 - 17:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir aðalmaður, A lista
  • Guðjón M. Ólafsson aðalmaður, A lista
  • Tómas Atli Einarsson aðalmaður, D lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
  • Birna Sigurveig Björnsdóttir hjúkrunarforstjóri og forstöðumaður Hornbrekku
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar

1.Fjárhagsáætlun 2023 - Tillaga að fjárhagsáætlun

Málsnúmer 2211079Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar
Stjórn Hornbrekku fór yfir tillögu að fjárhagsáætlun 2023 fyrir starfsemi heimilisins. Gert er ráð fyrir að rekstur Hornbrekku verið í jafnvægi á næsta ári.

2.Skipulag Hornbrekku - erindisbréf og fleira

Málsnúmer 2206074Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar
Lögð fram til kynningar fyrir stjórn Hornbrekku, drög að tillögu að breytingum á erindisbréfi Hornbrekku, frá 21. júní 2017. Formaður stjórnar og deildarstjóri munu ganga frá drögunum með tilliti til þeirra athugasemda sem komu fram á fundinum.

3.Starfsemi Hornbrekku 2022

Málsnúmer 2201037Vakta málsnúmer

Hjúkrunarforstjóri gerði stjórn grein fyrir starfsemi heimilisins, undanfarið og framundan.

Fundi slitið - kl. 17:30.