Fjárhagsáætlun 2023 - Tillaga að fjárhagsáætlun

Málsnúmer 2211079

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 767. fundur - 15.11.2022

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 og forsendur sem að baki henni liggja.
Vísað til nefndar
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunni til umsagnar hjá nefndum og deildarstjórum. Niðurstöður nefnda þurfa að liggja fyrir eigi síðar en 25. nóvember nk.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 291. fundur - 17.11.2022

Deildarstjóri tæknideildar fór yfir drög að fjárhagsáætlun fyrir eftirfarandi málaflokka:
07 - Brunamál og almannavarnir
08 - Hreinlætismál
09 - Skipulags- og byggingarmál
10 - Umferðar- og samgöngumál
11 - Umhverfismál
31 - Eignasjóður rekstur
33 - Þjónustumiðstöð rekstur
65 - Veitustofnun rekstur
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 116. fundur - 21.11.2022

Tillaga að fjárhagsáætlun ársins 2023 fyrir málaflokkinn fræðslu- og frístundamál lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sátu fyrir hönd Leikskóla Fjallabyggðar: Olga Gísladóttir skólastjóri og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna. Fyrir hönd Grunnskóla Fjallabyggðar sátu: Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri, Jónína Björnsdóttir fulltrúi kennara og Guðrún Linda Rafnsdóttir fulltrúi foreldra.

Tillaga að fjárhagsáætlun 2023 fyrir leik- og grunnskóla lögð fram til kynningar.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 117. fundur - 22.11.2022

Fyrir liggur tillaga að fjárhagsáætlun 2023 fyrir íþrótta- og æskulýðsmál.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamannvirkja og vinnuskólans.
Tillaga að fjárhagsáætlun 2023 fyrir íþrótta- og æskulýðsmál lögð fram til kynningar.

Stjórn Hornbrekku - 35. fundur - 23.11.2022

Lagt fram til kynningar
Stjórn Hornbrekku fór yfir tillögu að fjárhagsáætlun 2023 fyrir starfsemi heimilisins. Gert er ráð fyrir að rekstur Hornbrekku verið í jafnvægi á næsta ári.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 91. fundur - 23.11.2022

Tillaga að fjárhagsáætlun 2023 fyrir menningar- og markaðsmál liggur fyrir.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 141. fundur - 24.11.2022

Lögð fram til kynningar tillaga að fjárhagsáætlun 2023, fyrir málaflokka félagsþjónustu. Gert ráð fyrir að gjaldskrár og þjónustugjöld félagsþjónustunnar hækki að jafnaði um 7%.