Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu - Ályktun

Málsnúmer 2103038

Vakta málsnúmer

Stjórn Hornbrekku - 26. fundur - 19.03.2021

Lögð fram ályktun frá stjórn Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV), dags. 16. mars 2021, þar sem stjórnin lýsir yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð stjórnvalda í fjármögnun á rekstri hjúkrunarheimila. Í ályktuninni segir að flest hjúkrunarheimili landsins eru komin í rekstrar- og greiðsluerfiðleika. Undir þessum kringumstæðum hafa mörg sveitarfélög verið að greiða með rekstri hjúkrunarheimila í sinni heimabyggð og þær greiðslur hafa farið hækkandi með auknum rekstrarerfiðleikum heimilanna. Eru þessar greiðslur farnar að sliga mörg sveitarfélög og hafa leitt til þess að sum þeirra hafa talið nauðsynlegt að segja sig frá þessum rekstri, enda hvílir ábyrgðin á rekstrinum samkvæmt lögum á ríkinu.
Stjórn Hornbrekku tekur undir ályktun stjórnar SFV.