Rekstraryfirlit október 2016

Málsnúmer 1612001

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 478. fundur - 06.12.2016

Lagt fram rekstraryfirlit fyrir október 2016.
Rekstrarniðurstaða Fjallabyggðar fyrir janúar til október 2016, er 4 milljónum lakari en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir.
Tekjur umfram gjöld eru 102,9 millj. í stað 106,9 millj.
Tekjur eru 78,2 millj. hærri en áætlun, gjöld 109,7 millj. hærri og fjármagnsliðir 27,5 millj. lægri.

Stærstu frávik tengjast lægra útsvari m.a. vegna minni tekna er viðkemur sjávarútvegi, lægri hafnartekjum, lægri fasteignagjöldum, hækkun lífeyrisskuldbindinga, hærra viðhaldi á fráveitu- og vatnsveitukerfum og lægri fjármagnsgjöldum.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 208. fundur - 07.12.2016

Rekstraryfirlit október 2016 lagt fyrir nefndina.

Lagt fram til kynningar.