Ábending vegna umhverfismála í Ólafsfirði

Málsnúmer 2108024

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 273. fundur - 02.09.2021

Lagðar fram ábendingar sem hafa borist Fjallabyggð í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins.
Nefndin þakkar fyrir ábendingarnar og felur tæknideild að fylgja þeim eftir í samvinnu við heilbrigðiseftirlitið.
Helgi Jóhannsson leggur fram eftirfarandi bókun:
Það er mjög mikilvægt að íbúar í Fjallabyggð komi með ábendingar um það sem betur má fara í okkar nærumhverfi og ber að þakka fyrir það. Það sem er verra er að oft eru þetta sömu ábendingar ár eftir ár og aðallega er verið að ræða um Ólafsfjörð. Farið var í átak í þessum efnum í fyrra og náðist þó nokkur árangur. En þetta eiga ekki að vera átaksverkefni, heldur þarf að huga að umhverfismálum alltaf og bregðast við um leið ef tilefni er til. H-listinn hefur rætt það allt þetta kjörtímabil að þörf sé á því að ráða umhverfisfulltrúa til Fjallabyggðar, það væri gott skref í því að taka myndarlega og skipulega á þessum málaflokki.