Fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa - vegna JE Vélaverkstæðis

Málsnúmer 2107012

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 271. fundur - 21.07.2021

Undir þessum lið vék Íris Stefánsdóttir af fundi.
Lögð fram fyrirspurn Ásgríms Gunnars Júlíussonar f.h. JE Vélaverkstæðis ehf. þar sem óskað er eftir áliti nefndarinnar á fyrirhugaðri viðbyggingu undir bátasmiðju við Gránugötu 13 skv. meðfylgjandi teikningum áður en ráðist verður í fullnaðarteikningar.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og samþykkir að láta fara fram grenndarkynningu með framlögðum teikningum í samræmi við 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Svæðið sem grenndarkynningin nær til skv. framlagðri loftmynd gefur þeim nágrönnum sem taldir eru geta átt hagsmuna að gæta, kost á því að tjá sig um tillöguna innan fjögurra vikna frá því að gögnin eru send út.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 122. fundur - 17.08.2021

Skipulags- og umhverfisnefnd hefur efnt til grenndarkynningar vegna fyrirhugaðrar byggingar við Gránugötu 5, Siglufirði, óskar nefndin eftir umsögn Hafnarstjórnar Fjallabyggðarhafna vegna málsins.
Hafnarstjórn leggst fyrir sitt leiti ekki gegn áformum um viðbyggingu enda telur hafnarstjórn mikilvægt að starfsemi sú sem um ræðir sé til staðar á Siglufirði og að hún eflist til langrar framtíðar. Að því sögðu bendir hafnarstjórn á nauðsyn þess að við hönnun umræddrar byggingar, verði heimild veitt, sé mikilvægt að leitast verði við að láta hana falla sem best að umhverfi og ásýnd svæðisins.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 273. fundur - 02.09.2021

Lagðar fram athugasemdir sem bárust vegna grenndarkynningar á fyrirspurn JE vélaverkstæðis um nýbyggingu við Gránugötu 13.
Nefndin þakkar fyrir athugasemdir umsagnaraðila og felur tæknideild að vinna úr þeim og kalla nefndina til fundar þegar úrvinnsla þeirra liggur fyrir.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 274. fundur - 07.09.2021

Lögð fram umsögn Ívars Pálssonar lögmanns á þeim athugasemdum sem bárust á auglýsingartíma grenndarkynningar. Í framlagðri umsögn kemur fram að heimilt sé, skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga, nr. 123 frá 2010, þegar sótt er um byggingar- eða framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmd sem er í samræmi við aðalskipulag en deiliskipulag liggur ekki fyrir, að veita byggingarleyfi án deiliskipulagsgerðar ef framkvæmdin er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Skal þá áður grenndarkynna slíka framkvæmd. Þessi heimild er undatekning frá reglunni um skiplagsskyldu og hefur því verið túlkuð þröngt með hliðsjón af meginreglunni.
Með hliðsjón af framlagðri umsögn leggur nefndin til að umsækjandi láti vinna tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina Gránugötu 5, Siglufirði.