Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

182. fundur 22. apríl 2015 kl. 17:00 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Guðmundur J Skarphéðinsson formaður, F lista
  • Hilmar Þór Elefsen varaformaður, S lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, S lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, B lista
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir Tæknifulltrúi

1.Staðsetning olíutanka fyrir smærri báta

Málsnúmer 1504018Vakta málsnúmer

Lögð fram teikning með tillögu að staðsetningu olíutanka fyrir olíuafgreiðslu smærri báta við norðurendann á Óskarsbryggju. Á 68. fundi hafnarstjórnar var erindinu vísað til umsagnar hjá skipulags- og umhverfisnefnd.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir staðsetningu olíutanka á Óskarsbryggju en bendir á að uppdrættir af fyrirkomulagi mengunarvarna þurfa að berast byggingarfulltrúa áður en af framkvæmdinni verður, í samræmi við 7.gr reglugerðar um varnir gegn olíumengun frá starfsemi í landi, nr. 35/1994.

2.Lóðir Norðurorku í Ólafsfirði

Málsnúmer 1503025Vakta málsnúmer

Norðurorka hefur óskað eftir að fá úthlutað þremur lóðum utan um mannvirki sín í Ólafsfirði. Skipulags- og umhverfisnefnd og bæjarráð hafa samþykkt úthlutun lóða. Í afgreiðslu sinni beindi bæjarráð þeirri spurningu til nefndarinnar hvort rétt væri að óska eftir að lóðarhafi girði lóðirnar.

Nefndin sér ekki ástæðu til að lóðirnar verði girtar af og vísar í grein 2.0.2. í framlögðum lóðarleigusamningum þar sem fram kemur að við uppsetningu girðingar á lóð skal fara að fyrirmælum gildandi byggingarreglugerða og skipulags.

3.Umsókn um byggingar- og framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 1503059Vakta málsnúmer

Norðurorka sækir um framkvæmdaleyfi til að bora nýja borholu vegna leitar að heitu vatni í Skeggjabrekkudal í Ólafsfirði. Einnig er sótt um byggingarleyfi þar sem áhugi er fyrir því að byggja hámark 8 fm. hús utan um holuna.

Nefndin samþykkir umsóknir um framkvæmda- og byggingaleyfi fyrir sitt leyti og óskar eftir að lagðar verði fram teikningar af fyrirhuguðu húsi. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

4.Rekstraryfirlit febrúar 2015

Málsnúmer 1503088Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir fyrstu tvo mánuði ársins 2015.

Fundi slitið.