Staðsetning olíutanka fyrir smærri báta

Málsnúmer 1504018

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 68. fundur - 13.04.2015

Lögð fram teikning með tillögu að staðsetningu olíutanka við norðurendann á Óskarsbryggju.

Hafnarstjórn samþykkir framlagða tillögu að staðsetningu fyrir olíuafgreiðslu smærri báta, sem er við norðurenda Óskarsbryggju.
Hafnarstjórn vísar erindinu til umsagnar hjá skipulags- og umhverfisnefnd og óskar eftir afgreiðslu á málinu sem fyrst.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 182. fundur - 22.04.2015

Lögð fram teikning með tillögu að staðsetningu olíutanka fyrir olíuafgreiðslu smærri báta við norðurendann á Óskarsbryggju. Á 68. fundi hafnarstjórnar var erindinu vísað til umsagnar hjá skipulags- og umhverfisnefnd.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir staðsetningu olíutanka á Óskarsbryggju en bendir á að uppdrættir af fyrirkomulagi mengunarvarna þurfa að berast byggingarfulltrúa áður en af framkvæmdinni verður, í samræmi við 7.gr reglugerðar um varnir gegn olíumengun frá starfsemi í landi, nr. 35/1994.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 69. fundur - 27.04.2015

Bókun Skipulags- og umhverfisnefndar:
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir staðsetningu olíutanka á Óskarsbryggju en bendir á að uppdrættir af fyrirkomulagi mengunarvarna þurfa að berast byggingarfulltrúa áður en af framkvæmdinni verður, í samræmi við 7.gr reglugerðar um varnir gegn olíumengun frá starfsemi í landi, nr. 35/1994.

Hafnarstjórn felur hafnarstjóra og yfirhafnarverði að skrifa bréf til olíufélaganna þar sem þeim er gefinn frestur til 1. júlí til þess að færa olíutanka að tilgreindu svæði við Óskarsbryggju. Einnig er þeim falið að kynna notendum um breyttan afgreiðslustað.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 70. fundur - 01.06.2015

Lagður fram tölvupóstur frá N1, þar sem hugmyndir um mengunarvarnir eru reifaðar. Bent er á að hægt væri að setja árekstrarvörn, eða að steypa þró undir olíutanka.

Hafnarstjórn bókar að olíufélögunum verði skylt að nota tvöfalda tanka og setja viðurkenndar árekstrarvarnir.