Opin svæði - tillögur 2013

Málsnúmer 1303011

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 151. fundur - 06.03.2013

Lögð fram áætlun umhverfisfulltrúa vegna verkefna á opnum svæðum í Fjallabyggð 2013. Umhverfisfulltrúi fór yfir tillögurnar með nefndarmönnum.

 

Erindi frestað og umhverfisfulltrúa falið að kostnaðarreikna verkefni svo hægt sé að forgangsraða þeim.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 157. fundur - 10.07.2013

Lagt fram bréf frá Ómari Möller þar sem hann bendir á ýmis atriði sem mætti laga í umhverfi Siglufjarðar.

Lagt fram bréf frá Arnari Frey Þrastarsyni þar sem hann fjallar um tjaldsvæðið og malarvöllinn á Siglufirði en tjaldsvæðið er afar viðkvæmt fyrir úrkomu og þörf fyrir úrbætur búin að vera lengi til staðar. Að sama skapi er malarvöllurinn búinn að standa auður í mörg ár og engar lagfæringar átt sér stað á honum. Bréfritari óskar eftir upplýsingum um það hvenær úrbóta er að vænta á þessum svæðum.

Lagt fram bréf frá Huldu Magnúsardóttur þar sem hún lýsir því að eftir gríðarmikla fjölgun ferðamanna á Siglufirði síðastliðin ár, þá hefur bæjarfélagið ekki séð ástæðu til að fara í lagfæringar á tjaldsvæði og malarvelli en malarvöllurinn er eitt stærsta lýtið á bænum í dag auk þess sem tjaldsvæðið verður að vatnasvæði við minnstu úrkomu. Einnig eru lagðar fram tillögur umhverfisfulltrúa þar sem meðal annars er lagt til að farið verði í framkvæmdir á malarvelli og tjaldsvæði á Siglufirði.

Nefndin þakkar fyrir innsend erindi og leggur áherslu á að farið verði í endurbætur á tjaldsvæði og að sáð verði fyrir grasi í gamla malarvöllinn nú í sumar. Einnig vísar nefndin til gerð fjárhagsáætlunar 2014 auknu fé til framkvæmda á opnum svæðum í Fjallabyggð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 304. fundur - 16.07.2013

Bæjarráð staðfestir framkomnar ábendingar, sjá 157. fund skipulags- og umhverfisnefndar, opin svæði, en þar er bókað m.a.

"Lögð er áhersla á að farið verði í endurbætur á tjaldsvæði og að sáð verði fyrir grasi í gamla malarvöllinn nú í sumar."