Varðar byggingar á Þverá

Málsnúmer 1211104

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 148. fundur - 05.12.2012

Undir þessum dagskrárlið sátu: Guðmundur Gunnarsson frá Mannvirkjastofnun og Ámundi Gunnarsson slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar.

Lagt er fram bréf þar sem Sigurður Sigurðsson sækir um lokaúttekt á sumarhúsum nr. 5, 9 og 11 á Þverá í Ólafsfirði.

 

Gunnar Guðmundsson tjáði nefndinni að notkun á þeim samlokueiningum sem eru í fyrrgreindum húsum er bönnuð. Tiltekið er á byggingarnefndarteikningum að í utanhússklæðningu á húsunum eru notaðar einingar sem eru eldtefjandi, en komið hefur í ljós að svo er ekki. Einingarnar eru úr brennanlegri einangrun. Samkvæmt byggingarreglugerð nr. 441/1998 hefði Sigurður getað sótt um undanþágu fyrir umræddum einingum til umhverfisráðherra. Nú er komin út ný byggingarreglugerð nr. 112/2012 og er þar búið að fella út áðurgreinda undanþáguheimild.

 

Nefndin getur ekki veitt heimild fyrir umræddum einingum og þar með lokaúttekt en bendir á að hugsanlega sé hægt að sækja um undanþágu til ráðherra þar sem byggingarleyfi fyrir umræddum húsum var gefið út í gildistíð eldri byggingarreglugerðar nr. 441/1998.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 151. fundur - 06.03.2013

Lagt fram minnisblað frá Eflu verkfræðistofu, er rekur sögu málsins og stöðu þess og umsögn frá VSI Öryggishönnun og ráðgjöf vegna brunahönnunar orlofshúsa við Þverá.

 

Af framlögðum gögnum og eftir viðræður við Mannvirkjastofnun hefur afstaða nefndarinnar til málsins breyst. Í framhaldi af því samþykkir nefndin notkun á umræddum samlokueiningum í utanhúsklæðningu húsanna að uppfylltum þeim skilyrðum sem tæknideild hefur lagt fram.