Skilti með vörumerki Black Death á gafla hússins að Tjarnargötu 14

Málsnúmer 1203032

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 133. fundur - 22.03.2012

Valgeir Tómas Sigurðsson óskar eftir heimild til að setja upp skilti á gafla húsins að Tjarnargötu 14, Siglufirði.  Um er að ræða skilti með vörumerki og slagorði félagsins Black Death Iceland sf.

Nefndin óskar eftir frekari gögnum um málið og bendir jafnframt á að skiltin þurfa að uppfylla skilyrði samkvæmt lögum og reglugerð um bann við áfengisaulýsingum. 

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 134. fundur - 04.04.2012

Valgeir Tómas Sigurðsson óskar eftir heimild til að setja upp skilti á gafla húsins að Tjarnargötu 14, Siglufirði. Um er að ræða skilti með vörumerki og slagorði félagsins Black Death Iceland sf.

Nefndin óskaði eftir frekari gögnum um málið og hafa þau nú borist.

Nefndin felur tæknideild að fá umsögn sýlsumanns um hvort skiltið standist reglugerð um bann við áfengisauglýsingum.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 135. fundur - 25.04.2012

Tæknideild f.h. umhverfis- og skipulagsnefndar óskaði eftir umsögn sýslumanns um hvort skilti sem Valgeir T. Sigurðsson sótti um að fá að setja á gafl hússins að Tjarnargötu 14, Siglufirði standist reglugerð um bann við áfengisauglýsingu.

Umsögn hefur borist frá sýslumanni þar sem sýslumaður telur að erindið eigi ekki undir embættið.

Nefndin vísar erindinu til lögreglustjóra.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 138. fundur - 07.06.2012

Valgeir Tómas Sigurðsson óskar eftir heimild til að setja upp skilti á gafla húsins að Tjarnargötu 14, Siglufirði.
Um er að ræða skilti með vörumerki og slagorði félagsins Black Death Iceland sf.
Erindi hafnað með vísan til 20. gr. áfengislaga nr. 75/1998.