Vatnsvandamál Suðurgötu 58 (Höfn) á Siglufirði

Málsnúmer 1201102

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 130. fundur - 02.02.2012

Borist hefur erindi frá Arnari Ingólfssyni eiganda Suðurgötu 58, Siglufirði varðandi vatnsvandamál við húseignina.

Komið hefur í ljós veruleg aukning bleyti á lóð sunnan við hús, vatn farið að koma í gegnum stuðningsvegg sem er neðan við hús við götuna sem ekki var áður, sami veggur er farinn að hallast inn á við eins og vatnið sé farið að grafa undan veggnum, vatn farið að koma inn um vegg í kjallara útihúss við Háveg 59 sem er nýtilkomið og svo kom í ljós þegar verið var að endurnýja skólplagnir við hús Suðurgötu 58 að mikill vatnselgur var undir grunni á húsi.

Tæknideild er falið að fá óháðan aðila í samráði við Ofanflóðasjóð til að skoða málið.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 138. fundur - 07.06.2012

Borist hefur erindi frá Arnari Ingólfssyni eiganda Suðurgötu 58, Siglufirði varðandi vatnsvandamál við húseignina.
Komið hefur í ljós veruleg aukning bleytu á lóð sunnan við hús, vatn farið að koma í gegnum stuðningsvegg sem er neðan við hús við götuna sem ekki var áður, sami veggur er farinn að hallast inn á við eins og vatnið sé farið að grafa undan veggnum, vatn farið að koma inn um vegg í kjallara útihúss við Háveg 59, sem er nýtilkomið og svo kom í ljós þegar verið var að endurnýja skólplagnir við hús Suðurgötu 58 að mikill vatnselgur var undir grunni á húsi.
Tæknideild var falið að fá óháðan aðila í samráði við Ofanflóðasjóð til að skoða málið.
Verkfræðistofa Siglufjarðar var fengin til þess og hefur álitsgerð hennar borist.
Nefndin leggur til að farið verði að þeim tillögum sem koma fram í álitsgerðinni og vísar málinu til ákvörðunartöku í bæjarráði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 261. fundur - 19.06.2012

Lögð fram álitsgerð um mögulega orsök vatnsaga við Suðurgötu 58 og 60 á Siglufirði.

Álitsgerðin eða skýrslan var unnin af Verkfræðistofu Siglufjarðar og er það ósk starfsmanna Ofanflóðasjóðs að málið verði rætt í bæjarráði áður en ráðist verði í framkvæmdir og lagfæringar.
Hlutur bæjarfélagsins er 10% á sömu kjörum og aðrar framkvæmdir við snjóflóðavarnir.

Bæjarráð samþykkir framkvæmdina og þátttöku í verkefninu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 266. fundur - 14.08.2012

Borist hefur bréf frá Umhverfisráðuneytinu dags. 3. júlí, er varðar samþykki Ofanflóðanefndar á úrbótum vegna vatnsaga í samræmi við skýrslu frá Verkfræðistofu Siglufjarðar.

Ofanflóðasjóður leggur áherslu á að gerð verði verðkönnun hjá þremur verktökum.