Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

327. fundur 15. október 2025 kl. 16:00 - 18:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Arnar Þór Stefánsson formaður
  • Ólafur Baldursson aðalm.
  • Þorgeir Bjarnason aðalm.
  • Áslaug Inga Barðadóttir aðalm.
  • Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir varam.
Starfsmenn
  • Gísli Davíð Sævarsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Davíð Sævarsson Sviðsstjóri tæknisviðs

1.Ný lóð fyrir dreifistöð-Austurstígur 9

Málsnúmer 2501033Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir dreifistöð Rarik við Austurstíg 9, Ólafsfirði. Grenndarkynning hefur farið fram og engar athugasemdir bárust.
Samþykkt
Nefndin leggur til við Bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

2.Breyting á deiliskipulagi íþróttasvæðis á Ólafsfirði

Málsnúmer 2510044Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis í Ólafsfirði vegna byggingu knatthúss.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði auglýst í samræmi við 1.mgr., 43.gr skipulagslaga. Einnig leggur nefndin til að haldin verði kynning fyrir íbúa áður en frestur til að skila inn athugasemdum rennur út.

3.Fljótagöng - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2509034Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju vinnslutillaga að breytingu á deiliskipulagi útivistarsvæðis í Hólsdal, sem kynnt hefur verið í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan hefur verið uppfærð í kjölfar ábendinga sem bárust á kynningartíma. Gerðar voru eftirfarandi breytingar:

Bætt var við reiðstíg meðfram Fjarðará sem tengist reiðstíg á Finnhólum.

Settir voru inn skilmálar fyrir undirgöng nýs vegar að Fljótagöngum, sjá kafla 3.1. og 3.2 í greinargerð.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt til auglýsingar í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Fljótagöng - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 2509033Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju vinnslutillaga vegna breytinga á aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020 - 2032. Tillagan hefur verið kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt til auglýsingar í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar.

5.Hlíðarvegur 3 - Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi

Málsnúmer 2509068Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings vegna Hlíðarvegar 3. Einnig lögð fram drög að merkjalýsingu sem er fylgiskjal samningsins.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

6.Fossvegur 25 - Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi

Málsnúmer 2509069Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings vegna Fossvegar 25. Einnig lögð fram drög að merkjalýsingu sem er fylgiskjal samningsins.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

7.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi

Málsnúmer 2510040Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings vegna Hafnargötu 2 og 2a, Ólafsfirði. Einnig lögð fram drög að merkjalýsingu sem er fylgiskjal samningsins.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

8.Ályktun samþykkt á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands 2025

Málsnúmer 2509070Vakta málsnúmer

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands, haldinn að Varmalandi í Borgarfirði dagana 29.-31. ágúst 2025, beinir því til sveitarfélaga að skógrækt verði ekki háð framkvæmdaleyfi umfram það sem gildir um annan landbúnað.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.