Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

304. fundur 01. nóvember 2023 kl. 16:00 - 16:50 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Arnar Þór Stefánsson formaður, A lista
  • Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir varamaður, D lista
  • Ólafur Baldursson aðalmaður, D lista
  • Helgi Jóhannsson varamaður, H lista
  • Jakob Kárason varamaður, A lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir skipulagsfulltrúi

1.Sjónarmið Fjallabyggðar vegna endurskoðunar Svæðisskipulags Eyjafjarðar

Málsnúmer 2310017Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar dags. 4.10.2023. Þar kemur m.a. fram að ákveðið hafi verið á síðasta ári að fara í endurskoðun svæðisskipulags og að greina þurfi hvort þörf sé á heildar endurskoðun svæðisskipulags eða einstakra kafla.

Svæðisskipulagsnefndin óskar eftir að umræða verði tekin í skipulagsráðum/nefndum og sveitarstjórnum sveitarfélaganna um endurskoðun og framtíð svæðisskipulags Eyjafjarðar.
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar telur brýna þörf á heildarendurskoðun Svæðisskipulags Eyjafjarðar þar sem langt hefur liðið frá útgáfu núgildandi svæðisskipulags. Uppfæra þarf skipulagið með tilliti til nýrra aðalskipulaga sveitarfélaganna, nýrrar samgönguáætlunar, svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs og samgöngustefnu SSNE svo eitthvað sé nefnt.

2.Suðurgata 80 - Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi

Málsnúmer 2310042Vakta málsnúmer

Með umsókn dagsettri 17. október 2023 sækja Valtýr Sigurðsson og Sigurður Valtýsson eftir endurnýjun lóðarleigusamnings við Suðurgötu 80 á Siglufirði. Einnig lagt fram lóðarblað tæknideildar dags. 18.10.2023.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

3.Umsókn um stækkun lóðar við Alþýðuhúsið Siglufirði

Málsnúmer 2310044Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur dags. 13.10.2023. Óskað er eftir úthlutun lóðarinnar Túngötu 22 og að hún verði sameinuð lóð Alþýðuhússins að Þormóðsgötu 11-15. Markmið Aðalheiðar er að koma upp skúlptúra garði á lóðinni sem opinn verður gestum og heimamönnum. Einnig óskað eftir leyfi til að byggja steyptan vegg til að afmarka garðinn til vesturs.
Vísað til nefndar
Nefndin tekur jákvætt í erindið en leggur til að listigarðurinn Garður verði á sér lóð, Túngötu 22. Tæknideild falið að útbúa drög að nýjum lóðarblöðum fyrir Þormóðsgötu 11-15 og Túngötu 22 og leggja fyrir bæjarráð og lóðarhafa. Nefndin gerir ekki athugasemdir við steyptan vegg en bendir á að leita þarf samþykkis lóðarhafa við Túngötu 20B þar sem veggurinn liggur að lóðarmörkum.

4.Bakkavörn við veiðihúsið á Sandvöllum við Héðinsfjarðarvatn

Málsnúmer 2206058Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju erindi eiganda Sandvalla í Héðinsfirði þar sem óskað er eftir leyfi fyrir breyttri tilhögun áður samþykktrar verkframkvæmdar á bakkavörn við veiðihús á Sandvöllum sem unnin er í samstarfi við Landgræðsluna. Breytingin felur í sér í megindráttum að í stað þess að nota staura í bakkavörnina, verður notast við efni úr fjöruborði Héðinsfjarðar. Er það mat landeigenda að betur færi á því ef notað yrði efni á staðnum sem falli betur að landslagi og sé jafnvel betur fallið til þess að verja bakka Sandvalla. Einnig lagt fyrir samþykki Fiskistofu fyrir framkvæmdinni dags. 10.10.2023 og samþykki landeigenda Víkur í Héðinsfirði. Heimild Fiskistofu gildir til 1. apríl 2024.
Samþykkt
Erindi samþykkt. Heimild sveitarfélagsins gildir einnig til 1.apríl 2024.

5.Endurskoðun reglna um úthlutun lóða í Fjallabyggð

Málsnúmer 2310001Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum um úthlutun lóða í Fjallabyggð.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Formanni nefndarinnar og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Fundi slitið - kl. 16:50.