Sjónarmið Fjallabyggðar vegna endurskoðunar Svæðisskipulags Eyjafjarðar

Málsnúmer 2310017

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 304. fundur - 01.11.2023

Lagt fram erindi svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar dags. 4.10.2023. Þar kemur m.a. fram að ákveðið hafi verið á síðasta ári að fara í endurskoðun svæðisskipulags og að greina þurfi hvort þörf sé á heildar endurskoðun svæðisskipulags eða einstakra kafla.

Svæðisskipulagsnefndin óskar eftir að umræða verði tekin í skipulagsráðum/nefndum og sveitarstjórnum sveitarfélaganna um endurskoðun og framtíð svæðisskipulags Eyjafjarðar.
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar telur brýna þörf á heildarendurskoðun Svæðisskipulags Eyjafjarðar þar sem langt hefur liðið frá útgáfu núgildandi svæðisskipulags. Uppfæra þarf skipulagið með tilliti til nýrra aðalskipulaga sveitarfélaganna, nýrrar samgönguáætlunar, svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs og samgöngustefnu SSNE svo eitthvað sé nefnt.