Bakkavörn við veiðihúsið á Sandvöllum við Héðinsfjarðarvatn

Málsnúmer 2206058

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 286. fundur - 06.07.2022

Lögð fram umsókn, dagsett 10.06.2022, þar sem landeigandi, Guðmundur Pálsson, sækist eftir framkvæmdaleyfi til gerðar varnagarða gegn landbroti við Sandvelli, Héðinsfirði, í samráði við Landgræðslu ríkisins.
Fyrir liggur leyfi Fiskistofu fyrir framkvæmdinni ásamt umsögnum Veiðifélags Héðinsfjarðar og Umhverfisstofnunar.
Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara um að skriflegt samþykki landeigenda, þeirra jarða sem vélar og tæki þurfa að fara um, liggi fyrir.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 303. fundur - 04.10.2023

Lagt fram erindi landeiganda Víkur í Héðinsfirði þar sem óskað er eftir leyfi fyrir breyttri tilhögun áður samþykktrar verkframkvæmdar á bakkavörn við veiðihús á Sandvöllum sem unnin er í samstarfi við Landgræðsluna. Breytingin felur í sér í megindráttum að í stað þess að nota staura í bakkavörnina, verður notast við efni úr fjöruborði Héðinsfjarðar. Er það mat landeigenda að betur færi á því ef notað yrði efni á staðnum sem falli betur að landslagi og sé jafnvel betur fallið til þess að verja bakka Sandvalla.
Afgreiðslu frestað
Leyfi Fiskistofu fyrir bakkavörn til varnar landbroti frá júní 2022 er ekki lengur í gildi. Nefndin getur ekki veitt nýtt framkvæmdaleyfi fyrr en það hefur verið endurnýjað miðað við breyttar forsendur framkvæmdarinnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 304. fundur - 01.11.2023

Tekið fyrir að nýju erindi eiganda Sandvalla í Héðinsfirði þar sem óskað er eftir leyfi fyrir breyttri tilhögun áður samþykktrar verkframkvæmdar á bakkavörn við veiðihús á Sandvöllum sem unnin er í samstarfi við Landgræðsluna. Breytingin felur í sér í megindráttum að í stað þess að nota staura í bakkavörnina, verður notast við efni úr fjöruborði Héðinsfjarðar. Er það mat landeigenda að betur færi á því ef notað yrði efni á staðnum sem falli betur að landslagi og sé jafnvel betur fallið til þess að verja bakka Sandvalla. Einnig lagt fyrir samþykki Fiskistofu fyrir framkvæmdinni dags. 10.10.2023 og samþykki landeigenda Víkur í Héðinsfirði. Heimild Fiskistofu gildir til 1. apríl 2024.
Samþykkt
Erindi samþykkt. Heimild sveitarfélagsins gildir einnig til 1.apríl 2024.