Umsókn um leyfi til lendingar þyrlu í landi skógræktar

Málsnúmer 1907048

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 243. fundur - 13.08.2019

Viking Heliskiing ehf sækir um leyfi til að lenda þyrlu í landi skógræktarinnar um 10-20 metrum sunnan við golfskálann á Siglufirði.
Nefndin óskar eftir að fá fulltrúa Viking Heliskiing til næsta fundar ásamt fulltrúum frá skógrækt Siglufjarðar og hestamannafélaginu Glæsir.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 245. fundur - 25.09.2019

Undir þessum lið mættu á fund nefndarinnar Kristrún Halldórsdóttir f.h. Skógræktarfélags Siglufjarðar, Stefán Jón Stefánsson f.h. hestamannafélagsins Glæsis og Björgvin Björgvinsson f.h. Viking Heliskiing.
Samþykkt
Nefndin hlustaði á sjónarmið og athugasemdir hagsmunaaðila. Tæknideild falið að svara athugasemdum hagsmunaaðila sem fram komu á fundinum. Nefndin samþykkir umsókn Viking Heliskiing um lendingarstað við golfskálann í Hólsdal.