Tjaldsvæðið á Leirutanga, Siglufirði

Málsnúmer 1907027

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 242. fundur - 17.07.2019

Lagt fram erindi Helga Jóhannssonar f.h. H-listans dagsett 5.7.2019. Óskað er eftir upplýsingum um hvenær það verk sem áætlað er að vinna á þessu ári á nýju tjaldsvæði við Leirutanga verði boðið út og hvenær reikna megi með að þeim framkvæmdum verði lokið.
Erindi svarað
Tæknideild falið að koma með umsögn um málið.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 243. fundur - 13.08.2019

Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar.

Helgi Jóhannsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Hér kristallast það metnaðarleysi sem núverandi meirihluti sýnir í verki í þessu máli. Í stað þess að leggja fram verulegt fjármagn til að klára þetta svæði þá er því litla fé sem lagt var fram við gerð fjárhagsáætlunar 2019 skorið niður. Ljóst er að engar framkvæmdir fara fram á svæðinu í ár, annað árið í röð. Það kemur kannski ekki á óvart þegar Sjálfstæðisflokkurinn á í hlut þegar kemur að því að veita fjármagni í að fegra opin svæði í sveitarfélaginu, en maður reiknaði með að Betri Fjallabyggð kæmi kannski með ferska vinda í þessum efnum. Þeir vindar blása ekki enn, í þessu máli alla vega.