Aðstöðuhús við Brimnes

Málsnúmer 1705018

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 32. fundur - 10.05.2017

Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi lagði fram bréf dags. 04.05.17 frá Helga Jóhannssyni um aðstöðuhús fyrir brimbrettafólk í Ólafsfirði.

Markaðs- og menningarnefnd telur málið áhugavert og brýnt að skapa aðstöðu fyrir þessa íþróttaiðkun og vísar því málinu áfram til umhverfis-og tæknideildar og til bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 501. fundur - 16.05.2017

Lagt fram erindi frá Helga Jóhannssyni, dags. 3. maí 2017, þar sem óskað er eftir því að komið verði upp aðstöðuhúsi fyrir brimbrettafólk í Ólafsfirði.
Bæjarráð óskar eftir kostnaðarmati frá deildarstjóra tæknideildar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 213. fundur - 01.06.2017

Lagt fram bréf dags. 04.05.17 frá Helga Jóhannssyni um aðstöðuhús fyrir brimbrettafólk í Ólafsfirði.

Bæjarráð óskaði eftir kostnaðarmati á verkefninu frá deildarstjóra tæknideildar.

Nefndin óskar eftir kostnaðarmati og nánari útfærslu á tillögunni.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 505. fundur - 13.06.2017

Deildarstjóri tæknideildar mætti á fundinn og fór yfir málið.
Bæjarráð vísar málinu til umræðu við gerð fjárhagsáætlunar 2018.