Vetrarþjónusta við húsbíla

Málsnúmer 1608038

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 26. fundur - 15.09.2016

Vísað til nefndar
Ferðamálastofa hyggur á útgáfu á rafrænum grunni yfir þá ferðaþjónustuaðila sem bjóða húsbíla velkomna frá 15. sept - 15. maí. Spurt er hvort Fjallabyggð hafi í hyggju að bjóða upp á þjónustu fyrir þessa aðila yfir vetrartímann.
Markaðs- og menningarnefnd leggur til við bæjarráð að tjaldsvæðin verði opin fyrir ferðamenn allt til 15. október 2016 svo framanlega sem veður leyfir. Einnig að áfram verði miðað við opnun 15. maí ár hvert.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 466. fundur - 20.09.2016

Á 26. fundi markaðs- og menningarnefndar, 15. september 106, var tekið fyrir erindi Ferðamálastofu sem hyggur á útgáfu á rafrænum grunni yfir þá ferðaþjónustuaðila sem bjóða húsbíla velkomna frá 15. sept. - 15. maí. Spurt er hvort Fjallabyggð hafi í hyggju að bjóða upp á þjónustu fyrir þessa aðila yfir vetrartímann.
Markaðs- og menningarnefnd leggur til við bæjarráð að tjaldsvæðin verði opin fyrir ferðamenn allt til 15. október 2016 svo framarlega sem veður leyfir. Einnig að áfram verði miðað við opnun 15. maí ár hvert.

Bæjarráð samþykkir lengri opnun yfir vetrartímann svo framarlega sem aðstæður leyfa.