Þátttaka Fjallabyggðar í Útsvari RÚV

Málsnúmer 1508054

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 18. fundur - 27.08.2015

Samþykkt
Fjallabyggð hefur borist boð frá RÚV um að senda lið í árlegan sjónvarpsþátt, þar sem 24 sveitarfélög keppa sín á milli í spurningaleik. Þau átta lið sem komust í fjórðungsúrslit síðasta vetur eru sjálfkrafa með þennan vetur. Hin sextán voru dregin út eftir stærð sveitarfélaganna og var Fjallabyggð eitt þeirra sveitarfélaga sem var dregið úr pottinum fyrir komandi vetur.
Kallað var eftir tilnefningum í liðið frá íbúum á heimasíðu Fjallabyggðar. Þó nokkrar tilnefningar bárust.
Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að eftirtaldir aðilar skipi lið Fjallabyggðar í Útsvari; Halldór Þormar Halldórsson, Guðrún Unnsteinsdóttir og Ólafur Unnar Sigurðsson.