Umsókn um styrk á móti menningarviðburðum

Málsnúmer 1405048

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 343. fundur - 10.06.2014

Lögð fram umsókn um styrk til að mæta innheimtu fasteignagjalda. Viðkomandi aðili greiðir gjaldið með menningarviðburðum á árinu 2013 og 2014.

Bæjarráð samþykkir styrk á móti fasteignarskatti ársins í samræmi við reglur bæjarfélagsins.

Bæjarráð vísar málinu til frekari skoðunar í markaðs- og menningarnefnd.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 9. fundur - 07.08.2014

Á 343. fundi bæjarráðs 10.6 s.l. var lögð fram umsókn Aðalheiðar Eysteinsdóttur um styrk til að mæta innheimtu fasteignagjalda af Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Til stuðnings umsókn var samantekt yfir menningardagskrá og notkun á Alþýðuhúsinu ásamt kostnaði við viðburði og framlag listamannsins frá 2012 til 2014.
Bæjarráð samþykkti styrk á móti fasteignaskatti ársins í samræmi við reglur bæjarfélagsins og vísaði jafnframt málinu til frekari skoðunar í markaðs- og menningarnefnd.

Markaðs- og menningarnefnd fagnar og þakkar fyrir þá fjölbreyttu listviðburði sem Aðalheiður hefur staðið fyrir í Alþýðuhúsinu að undanförnu og hvetur listamanninn til að leggja inn umsókn um frekari stuðning við starfsemina, þegar bæjarfélagið auglýsir eftir styrkjum nú í haust vegna fjárhagsáætlunargerðar 2015.