17. júní 2014

Málsnúmer 1404056

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 7. fundur - 05.05.2014

Markaðs- og menningarfulltrúi gerði grein fyrir viðræðum sem hafa átt sér stað við Menningar-fræðslunefnd slökkviliðsins í Ólafsfirði.

Drög að samningi vegna hátíðarhaldanna voru lögð fram til kynningar. Rætt var um tölvupóst frá Arnari F. Þrastarsyni þar sem bent er á fyrri samþykktir menningarnefndar Fjallabyggðar frá árunum 2011 - 2013 um framkvæmd hátíðarhaldanna.

Markaðs- og menningarnefnd leggur áherslu á að viðhaldið sé þeim hefðum sem skapast hafa í báðum byggðakjörnum og felur markaðs- og menningarfulltrúa að leggja tillögu fyrir næsta fund nefndarinnar.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 8. fundur - 02.06.2014

Á fundi markaðs- og menningarnefndar 5. maí  s.l. var markaðs- og menningarfulltrúa falið að leggja tillögu fyrir næsta fund nefndarinnar um hátíðardagskrá bæjarfélagsins 17. júní n.k.

Í minnisblaði markaðs- og menningarfulltrúa er farið yfir forsendur að tillögu um að hátíðarhöldin verði með svipuðu sniði og síðustu ár og það verði svo hlutverk nýrrar bæjarstjórnar, nýrrar markaðs- og menningarnefndar að ákveða með framhaldið.

Markaðs- og menningarnefnd samþykkir framlagða tillögu.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 9. fundur - 07.08.2014

Lagt fram til kynningar kostnaðaryfirlit frá Menningar- og fræðslunefnd slökkviliðsins í Ólafsfirði sem kom að skemmtidagskrá 17. júní hátíðarhaldanna.