Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

118. fundur 03. júlí 2025 kl. 15:30 - 16:15 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Jón Kort Ólafsson aðalm.
  • Sigríður Guðmundsdóttir varaformaður
  • Ægir Bergsson formaður
  • Karen Sif Róbertsdóttir aðalm.
  • Ásta Lovísa Pálsdóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Jón Kort Ólafsson var á fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

1.Trilludagar 2025

Málsnúmer 2506019Vakta málsnúmer

Trilludagar eru áætlaðir 26.júlí n.k. og liggur fyrir skipulag hátíðarinnar.
Bæjarstjóri greindi frá undirbúningi fyrir hátíðina og lagði fram vinnuskjal um framkvæmdina.
Samþykkt
Nefndin þakkar upplýsingar um framkvæmd Trilludaga í júlí og staðfestir fyrirliggjandi vinnuskjal um framkvæmdina.

2.Styrkveitingar Fjallabyggðar 2026

Málsnúmer 2506046Vakta málsnúmer

Í tengslum við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2026 þarf að auglýsa frest til að skila inn umsóknum um styrkveitingar fyrir árið 2026. Fyrir liggja reglur um styrkveitingar ásamt tillögu að auglýsingu um umsóknir styrkja.
Samþykkt
Markaðs- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að auglýsingu um styrki úr bæjarsjóði Fjallabyggðar fyrir sitt leyti og verði umsóknarfrestur auglýstur til 1.október n.k.
Nefndin veltir upp þeim möguleika að tillögur verði gerðar árlega að styrkveitingum til hefðbundinna árlegra hátíða án umsókna og beinir því til markaðs- og menningarfulltrúa að kanna þann möguleika.

3.Hátíðir 2025

Málsnúmer 2504025Vakta málsnúmer

Fyrir liggur yfirlit yfir hátíðir í Fjallabyggð út september 2025.
Lagt fram til kynningar
Nefndin óskar eftir því við markaðs- og menningarfulltrúa að leggja fram yfirlit yfir viðburði í Fjallabyggð út árið 2025 líkt og gert var á síðasta ári.

Fundi slitið - kl. 16:15.