Hátíðir 2025

Málsnúmer 2504025

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 117. fundur - 10.04.2025

Markaðs- og menningarfulltrúi fer yfir fyrirhugaðar hátíðir í Fjallabyggð árið 2025.
Lagt fram til kynningar
Markaðs- og menningarnefnd fagnar fjölbreyttri dagskrá hátíða í Fjallabyggð í sumar. Óhætt er að segja að viðburðir og hátíðir einkenni hverja helgi þetta sumarið.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 118. fundur - 03.07.2025

Fyrir liggur yfirlit yfir hátíðir í Fjallabyggð út september 2025.
Lagt fram til kynningar
Nefndin óskar eftir því við markaðs- og menningarfulltrúa að leggja fram yfirlit yfir viðburði í Fjallabyggð út árið 2025 líkt og gert var á síðasta ári.