Úrgangur frá fiskvinnslum í Fjallabyggð

Málsnúmer 1507047

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 72. fundur - 27.07.2015

Umræða var um fiskúrgang frá fiskvinnslum í Fjallabyggð. Brögð eru að því að slóg sé losað í Fjallabyggðarhafnir.

Hafnarstjóra falið að finna lausn á málinu og senda fyrirtækjum sem eru í sjávarútvegi bréf með upplýsingum hvar megi losa fiskúrgang og að það sé bannað að losa slóg í hafnir.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 80. fundur - 10.05.2016

Brögð eru af því að fiskúrgangi hafi verið hent í hafnir í Fjallabyggð. Bannað er að losa fiskúrgang í hafnir og verða hagsmunaaðilar að finna varanlega lausn.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að hafa samband við Heilbrigðiseftirlit norðurlands vestra og Matvælastofnun vegna þessa máls.