Ósk um leyfi til að setja upp vegvísi/skilti upp við ljósamastrið á Ingvarsbryggju

Málsnúmer 1507008

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 400. fundur - 07.07.2015

Tekið fyrir erindi Valgeirs T. Sigurðssonar, f.h. kaffihússins Harbour House, dagsett 1. júlí 2015, þar sem sótt er um leyfi fyrir uppsetningu vegvísis/skiltis upp við ljósamastrið á Ingvarsbryggju á Siglufirði.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd og umsagnar í hafnarstjórn.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 186. fundur - 13.07.2015

Tekið fyrir erindi Valgeirs T. Sigurðssonar, f.h. kaffihússins Harbour House þar sem sótt er um leyfi fyrir uppsetningu vegvísis/skiltis upp við ljósamastrið á Ingvarsbryggju á Siglufirði. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 7. júlí sl. að vísa erindinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.

Undir þessum lið vék Brynja Hafsteinsdóttir af fundi.

Nefndin gerir ekki athugasemd við staðsetningu vegvísis/skiltis og vísar ákvarðanatöku til hafnarstjórnar.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 72. fundur - 27.07.2015

Skipulags- og umhverfisnefnd gerði ekki athugasemd við staðsetningu vegvísis/skiltis og vísaði ákvarðanatöku til hafnarstjórnar.

Hafnarstjórn samþykkir að veita leyfi fyrir uppsetningu á frístandandi standskilti við ljósamasturshús á Ingvarsbryggju.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 403. fundur - 28.07.2015

Á 400. fundi bæjarráðs var tekið fyrir erindi Valgeirs T. Sigurðssonar, f.h. kaffihússins Harbour House, dagsett 1. júlí 2015, þar sem sótt var um leyfi fyrir uppsetningu vegvísis/skiltis upp við ljósamastrið á Ingvarsbryggju á Siglufirði.

Bæjarráð samþykkti að vísa erindinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd og umsagnar í hafnarstjórn.

186. fundur skipulags- og umhverfisnefndar, 13. júlí 2015, gerir ekki athugasemd við staðsetningu vegvísis/skiltis og vísaði ákvarðanatöku til hafnarstjórnar.

72. fundur hafnarstjórnar, 27. júlí 2015, samþykkti að veita leyfi fyrir uppsetningu á frístandandi standskilti við ljósamasturshús á Ingvarsbryggju.

Bæjarráð samþykkir leyfi fyrir uppsetningu á frístandandi standskilti við ljósamasturshús á Ingvarsbryggju.