Hafnasambandsþing 2014 í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð

Málsnúmer 1401129

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 53. fundur - 30.01.2014

Á síðasta Hafnarsambandsþingi var samþykkt samhljóða að næsta þing þ.e. nú á árinu 2014 verði haldið í Fjallabyggð og á Dalvíku.

Hafnarstjóri hefur nú þegar hafið undirbúning á umræddri mótttöku, en um er að ræða fundi og skoðunarferðir fyrir um eitt hundrað gesti.

Hafnarstjórn fagnar komu fulltrúa hafna á Íslandi til Fjallabyggðar í september n.k.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 343. fundur - 10.06.2014

Hafnasambandsþing verður haldið 4. og 5. september á Dalvík og í Fjallabyggð. Fundurinn verður haldinn í Tjarnarborg á Ólafsfirði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 354. fundur - 02.09.2014

Á síðasta Hafnasambandsþingi var samþykkt samhljóða að halda Hafnasambandsþing í Fjallabyggð og á Dalvík dagana 4. og 5. september.

Fjallabyggð hefur rétt á að skipa tvo fulltrúa til að fara með atkvæði Fjallabyggðarhafna.

Bæjarráð samþykkir að formaður hafnarstjórnar og hafnarstjóri verði fulltrúar bæjarfélagsins á fundinum.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 62. fundur - 06.11.2014

Lögð fram til kynningar þinggerð 39. hafnasambandsþings sem haldið var í Tjarnarborg Ólafsfirði 4.- 5. september s.l.
Einnig voru samþykktir þingsins lagðar fram til kynningar.

Hafnarstjóri lagði fram óskir stjórnar Hafnasambands Íslands frá 31. október um að hafnarstjórn Fjallabyggðarhafna kjósi á milli tveggja tillagna að merki fyrir sambandið.

Hafnarstjórn leggur til að tillaga nr.2 verði fyrir valinu.