Ráðning yfirhafnarvarðar

Málsnúmer 2204009

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 127. fundur - 05.04.2022

Hafnarstjóri og formaður hafnarstjórnar fóru yfir ráðningarferli og lögðu fram samantekt ráðgjafa vegna ráðningar. Að því loknu lagði hafnarstjóri til við fundinn að Friðþjófur Jónsson yrði ráðinn yfirhafnarvörður.

Friðþjófur er með skipstjórnarréttindi og hefur sótt ýmis námskeið, t.d. um öryggismál, námskeið Slysavarnarskóla sjómanna og í tengslum við eld- og sjóbjörgun ásamt og að vera löggiltur vigtarmaður. Friðþjófur hefur stundað sjómennsku nær alla sína starfsævi, lengst af sem yfirstýrimaður og skipstjóri og hefur í gegnum störf sín m.a. öðlast haldgóða þekkingu á höfnum Fjallabyggðar.
Hafnarstjórn samþykkir framlagða tillögu hafnarstjóra þess efnis að Friðþjófur Jónsson verði ráðinn yfirhafnarvörður og býður Friðþjóf velkominn til starfa.