DOKK bókunarkerfi fyrir skemmtiferðaskip

Málsnúmer 2202051

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 127. fundur - 05.04.2022

Hafnarstjóri lagði fram og fór yfir minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála er varðar tillögu um samning við fyrirtækið Splitti ehf. um aðgang og notkun á bókunarkerfinu Dokk sem þjónar bókunum á skemmtiferðaskipum á milli umboðsaðila og hafna á Íslandi. Einnig lögð fram drög að þjónustusamningi vegna bókunarkerfis. Áætlaður kostnaður vegna uppsetningar er 160.000 og 103.416 vegna árgjalds m.v. 40 skipakomur.
Hafnarstjórn samþykkir framlögð drög að þjónustusamning og felur hafnarstjóra að ljúka málinu miðað við framlagða tillögu og minnisblað.