Úthlutun frítíma í Íþróttamannvirkjum Fjallabyggðar veturinn 2017-2018

Málsnúmer 1708069

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 42. fundur - 04.09.2017

Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar.
Forstöðumaður fór yfir úthlutun frítíma til UÍF fyrir veturinn 2017-2018 og aðra nýtingu á íþróttahúsum Fjallabyggðar.
Fræðslu- og frístundanefnd ítrekar að tímar í íþróttahúsum eftir klukkan 19.00 eru gjaldskyldir.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 43. fundur - 25.09.2017

Stjórn Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar sat þennan fundarlið ásamt Hauki Sigurðsyni forstöðumanni íþróttamiðstöðva.

Til umfjöllunar var úthlutun frítíma í íþróttamiðstöðvum og reglur um húsaleigustyrki Fjallabyggðar til aðildafélaga UÍF. ´
UÍF lagði fram tillögur að breytingum á áðurnefndum reglum. Fræðslu- og frístundanefnd mun fara nánar yfir tillögur UÍF og kynna þeim niðurstöðurnar þegar þeirri vinnu er lokið.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 45. fundur - 01.11.2017

Fræðslu- og frístundanefnd hefur farið yfir athugasemdir UÍF á reglum um húsaleigustyrki til aðildafélaga UÍF. Fræðslu- og frístundanefnd leggur til að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018 verði gert ráð fyrir að UÍF fái 4 þriggja mánaða líkamsræktarkort endurgjaldslaust með þeim skilyrðum að kortin séu gefin út á nafn íþróttamanns og tímabil. UÍF sér um útdeilingu korta. Samþykkt var að reglur um húsaleigustyrki Fjallabyggðar til aðildafélaga UÍF verði óbreyttar en um helgar geti íþróttafélög óskað eftir frítímum í íþróttasal á opnunartíma íþróttamiðstöðva en þó hafa mót og viðburðir forgang. Ósk um frítíma um helgar þarf að koma fram við útdeilingu frítíma að hausti.
Nefndin samþykkir að boða formann og starfsmann UÍF á desemberfund nefndarinnar þar sem niðurstaða nefndarinnar verður kynnt.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 48. fundur - 05.12.2017

Á fundinn mættu Þórarinn Hannesson formaður Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar og Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir starfsmaður sambandsins. Fræðslu- og frístundanefnd fór yfir bókun frá fundi nefndarinnar þann 1. nóvember s.l. og ákvörðun sína um að reglur um húsaleigustyrki Fjallabyggðar til aðildafélaga UÍF verði óbreyttar. Ábendingar komu fram um orðalag viðauka við gjaldskrá íþróttamiðstöðvar og leggur Fræðslu- og frístundanefnd til breytingar á orðalagi.