Ályktun frá samráðsfundi Félags stjórnenda leikskóla

Málsnúmer 1710024

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 522. fundur - 10.10.2017

Lögð fram til kynningar ályktun frá samráðsfundi Félags stjórnenda leikskóla sem haldinn var dagana 28.-29. september á Flúðum. Lýsir félagið yfir áhyggjum af því að samkvæmt skýrslu OECD hafi börn á Íslandi lengsta viðveru hvern dag og flesta leikskóladaga á ári.

Bæjarráð vísar erindinu til fræðslu-, og frístundanefndar.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 45. fundur - 01.11.2017

Ályktun frá samráðsfundi FSL lögð fram til kynningar.
Samráðsnefnd Félags stjórnenda leikskóla (FSL) vill koma á framfæri áhyggjum sínum um stöðu barna á leikskólum landsins. Áhyggjur beinast meðal annars að of lítlu rými, fjölda barna í hóp og lengd dvalartíma, bæði í klukkutímum a dag og fjölda daga á ári. Árið 2016 voru 87,3% nemenda í leikskólum með 8 klst eða lengri dvalartíma en sambærilegt hlutfall var 40,3% árið 1998. Skýrsla OECD sýnir að börn á Íslandi hafa lengsta viðveru hvern dag og flesta leikskóladaga á ári. Félag stjórnenda leikskóla hvetja foreldra, sveitarstjórnir og atvinnulífið til að standa vörð um velferð barna og finna leiðir til að bæta aðstöðu þeirra nú og til framtíðar.