Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

102. fundur 06. september 2021 kl. 16:30 - 18:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Guðrún Linda Rafnsdóttir aðalmaður, I lista
  • Diljá Helgadóttir aðalmaður, H lista
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála
Hólmar H. Óðinsson var fjarverandi og sömuleiðis Gauti Már Rúnarsson.

1.Opnunartími íþróttamiðstöðvar vetur 2021-2022

Málsnúmer 2109007Vakta málsnúmer

Forstöðumaður íþróttamiðstöðvar sat undir þessum lið og fór yfir opnunartíma sundlauga og Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar í vetur. Fræðslu- og frístundanefnd felur forstöðumanni að skoða möguleika á lengri opnun 1-2 skipti í viku líkt og síðasta vetur.

2.Grunnskóli Fjallabyggðar skólastarf 2021-2022

Málsnúmer 2109008Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Brynhildur Reykjalín Vilhjálmsdóttir fulltrúi kennara. Skólastjóri fór yfir byrjun skólaárs í grunnskólanum. Nemendafjöldi grunnskólans er nú 211. Skólastarf fer vel af stað.

3.Innra mat í Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2102029Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Brynhildur Reykjalín Vilhjálmsdóttir fulltrúi kennara. Skólastjóri kynnti skýrslu um innra mat grunnskólans frá síðasta ári sem unnið er í samstarfi við Ásgarð ehf. (áður Trappa ehf.). Fræðslu- og frístundanefnd lýsir ánægju sinni með ítarlega og greinargóða skýrslu. Niðurstaða innra mats síðasta skólaárs er mjög jákvæð.

4.Frístund 2021-2022

Málsnúmer 2108042Vakta málsnúmer

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir dagskrá og fyrirkomulag Frístundar á haustönn 2021. Frístund er samstarfsverkefni Fjallabyggðar, grunnskólans, íþróttafélaga og tónlistaskólans. Nemendum í 1.-4. bekk gefst kostur á að sækja félagsstarf, íþróttaæfingar eða tónlistarnám á tímabilinu kl. 13:35 - 14:35 eða strax að loknum skólatíma. Að Frístund lokinni tekur Lengd viðvera við fyrir þau börn sem það þurfa og er hún til kl. 16:00.
Mjög góð þátttaka er í Frístund og hefur hún vaxið ár frá ári. Fræðslu- og frístundanefnd vill þakka þeim sem að Frístund koma frábært samstarf.

5.Starfsemi Neons 2021-2022

Málsnúmer 2109006Vakta málsnúmer

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála kynnti fundarmönnum fyrirhugað upphaf starfs í félagsmiðstöðinni Neon. Nýtt húsnæði Neon er ekki tilbúið til notkunar og mun Fjallabyggð framlengja leigusamning við Siglunes guesthouse og verður félagsmiðstöðin starfrækt á sama stað og undanfarin ár, fram að áramótum. Karen Sif Róbertsdóttir verður umsjónarmaður Neon í vetur og með henni eru sömu starfsmenn og síðastliðinn vetur.

Fundi slitið - kl. 18:15.