Starfsemi Neons 2021-2022

Málsnúmer 2109006

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 102. fundur - 06.09.2021

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála kynnti fundarmönnum fyrirhugað upphaf starfs í félagsmiðstöðinni Neon. Nýtt húsnæði Neon er ekki tilbúið til notkunar og mun Fjallabyggð framlengja leigusamning við Siglunes guesthouse og verður félagsmiðstöðin starfrækt á sama stað og undanfarin ár, fram að áramótum. Karen Sif Róbertsdóttir verður umsjónarmaður Neon í vetur og með henni eru sömu starfsmenn og síðastliðinn vetur.

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 30. fundur - 07.12.2021

Gestur fundarins var Karen Sif Róbertsdóttir umsjónarmaður Neons. Hún fór yfir starfið í Neon og fundarmenn spurðu um hin ýmsu atriði.
Ungmennaráð kom með margar frábærar hugmyndir um hvað væri hægt að hafa í Neon s.s. meistaravegg og ýmislegt annað mjög sniðugt. Hugmyndir verða sendar umsjónarmanni Neons.
Ungmennaráð þakkar Karen Sif fyrir komuna.