Frístund 2021-2022

Málsnúmer 2108042

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 102. fundur - 06.09.2021

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir dagskrá og fyrirkomulag Frístundar á haustönn 2021. Frístund er samstarfsverkefni Fjallabyggðar, grunnskólans, íþróttafélaga og tónlistaskólans. Nemendum í 1.-4. bekk gefst kostur á að sækja félagsstarf, íþróttaæfingar eða tónlistarnám á tímabilinu kl. 13:35 - 14:35 eða strax að loknum skólatíma. Að Frístund lokinni tekur Lengd viðvera við fyrir þau börn sem það þurfa og er hún til kl. 16:00.
Mjög góð þátttaka er í Frístund og hefur hún vaxið ár frá ári. Fræðslu- og frístundanefnd vill þakka þeim sem að Frístund koma frábært samstarf.