Innra mat í Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2102029

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 96. fundur - 08.02.2021

Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri grunnskólans og Halldóra María Elíasdóttir fulltrúi kennara.
Vinna grunnskólans, sem stendur yfir um innra mat skólans, var lögð fram til kynningar.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 100. fundur - 10.06.2021

Undir þessum lið sat Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og kynnti fyrir fundarmönnum drög að innramatsskýrslu grunnskólans. Einnig fór skólastjóri yfir niðurstöður nemendakannana Skólapúlssins og niðurstöður Olweuskönnunar. Allar þessar kannanir voru lagðar fyrir nemendur á nýliðnu skólaári. Fræðslu- og frístundanefnd fagnar því öfluga þróunarstarfi sem starfsfólk Grunnskóla Fjallabyggðar hefur unnið undir handleiðslu Ásgarðs/Tröppu.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 102. fundur - 06.09.2021

Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Brynhildur Reykjalín Vilhjálmsdóttir fulltrúi kennara. Skólastjóri kynnti skýrslu um innra mat grunnskólans frá síðasta ári sem unnið er í samstarfi við Ásgarð ehf. (áður Trappa ehf.). Fræðslu- og frístundanefnd lýsir ánægju sinni með ítarlega og greinargóða skýrslu. Niðurstaða innra mats síðasta skólaárs er mjög jákvæð.