Vettvangsferð fræðslu- og frístundanefndar í Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1409112

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 12. fundur - 02.10.2014

Formaður nefndarinnar lagði fram minnisblað um vettvangsferð í húsnæði Leikskála á Siglufirði og húsnæði Tónskólans við Aðalgötu á Siglufirði, sem farin var þann 19. september síðastliðinn.
Húsnæðisaðstæður Tónskólans eru viðunandi, en gera þarf betrumbætur á kaffistofu kennara.
Leikskálar á Siglufirði er þétt setinn leikskóli og aðstaða barna og starfsfólks langt frá því að vera viðunandi.
Nefndin samþykkir að óska eftir skriflegum lista frá skólastjórum yfir það sem ábótavant er og jafnframt að þeir forgangsraði þeim endurbótum sem brýnust eru.