Samningagerð við aðildarfélög UÍF

Málsnúmer 1401142

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 7. fundur - 04.02.2014

Deildarstjóri gerði fræðslu- og frístundanefnd grein fyrir vinnu við endurnýjun á þjónustu- og rekstrarsamningum íþróttafélaganna fyrir árið 2014.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 8. fundur - 18.03.2014

Deildarstjóri lagði fram tillögu að endurnýjuðum samningi við Skíðafélag Ólafsfjarðar um rekstur skíðasvæðisins í Ólafsfirði. Samningurinn er til tveggja ára en uppsegjanlegur af beggja hálfu fyrir 15. september ár hvert.
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og felur deildarstjóra að ganga frá málinu í samráði við Skíðafélag Ólafsfjarðar.

Sólrún Júlíusdóttir lagði fram eftirfarandi  bókun undir þessum lið fundargerðarinnar:

,,Ég legg áherslu á að styrkir og samningsgreiðslur til félagasamtaka séu ekki dregnar og verði greiddar á réttum tíma. Mikilvægt er fyrir félagasamtök að fá tekjurnar á réttum tíma svo hægt sé að standa skil á útgjöldum."

Bókun Sólrúnar samþykkt samhljóða.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 337. fundur - 16.04.2014

Samstarfssamningur um rekstur skíðasvæða Ólafsfjarðar samþykktur samhljóða, en gildistíma er breytt í eitt ár í stað tveggja.
Ástæða styttri gildistíma er að samningur vegna uppbyggingar skíðagöngubrautar (Bárubrautar) rennur út 2014.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 9. fundur - 06.05.2014

Deildarstjóri lagði fram drög að samningum við Golfklúbb Ólafsfjarðar, Golfklúbb Siglufjarðar, Hestamannafélagið Gnýfara og Hestamannafélagið Glæsi.

Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir drögin fyrir sitt leyti.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 377. fundur - 29.01.2015

Lagður fram til kynningar þjónustusamningur 2015-2016 bæjarfélagsins við Skíðafélag Ólafsfjarðar.