Áskorun um endurnýjun líkamsræktartæja í íþróttamiðstöðinni á Siglufirði

Málsnúmer 1403080

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 9. fundur - 06.05.2014

Fræðslu- og frístundanefnd hefur borist áskorun frá 40 notendum líkamsræktaraðstöðu í Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar á Siglufirði um endurnýjun á tækjabúnaði í líkamsræktaraðstöðunni. Benda þau á að mörg tækin séu úrelt og slitin og af þeim geti stafað slysahætta. Telja þau að ef í endurnýjunina yrði ráðist megi fullvíst telja að notendum fjölgi, sem er til hagsbóta fyrir sveitarfélagið, bæði fjárhagslega og heilsufarslega. Hvetja undirrituð nefndarmenn til að íhuga þessa áskorun vel og vandlega.

Fræðslu- og frístundanefnd þakkar fyrir góð og gild rök og vísar málinu til gerð næstu fjárhagsáætlunar.