Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

114. fundur 05. september 2022 kl. 16:30 - 18:10 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Viktor Freyr Elísson formaður, D lista
  • Bryndís Þorsteinsdóttir varamaður, A lista
  • Ida Marguerite Semey aðalmaður, A lista
  • Karen Sif Róbertsdóttir varamaður, D lista
  • Katrín Freysdóttir aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála

1.Grunnskóli Fjallabyggðar. Skýrsla vegna innra mats 2021-2022

Málsnúmer 2208072Vakta málsnúmer

Skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar fer yfir skýrslu um innra mat grunnskólans skólaárið 2021-2022.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Halldóra María Elíasdóttir fulltrúi kennara og Hulda Teitsdóttir fulltrúi foreldra.
Skólastjóri fór yfir skýrslu um innra mat grunnskólans skólaárið 2021-2022. En innra mat skólans er unnið í samstarfi við Ásgarð ehf.
Fræðslu- og frístundanefnd þakkar kynningu á skýrslunni og vill koma á framfæri hrósi til starfsfólks grunnskólans fyrir vel unnið innra mat og skýrslu. Skýrslan verður birt til kynningar inn á vef grunnskólans og vef Fjallabyggðar.

2.Vinnuskóli Fjallabyggðar 2022

Málsnúmer 2208073Vakta málsnúmer

Forstöðumaður Vinnuskóla Fjallabyggðar fer yfir starf vinnuskólans sumarið 2022.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður Vinnuskóla Fjallabyggðar. Haukur fór yfir starfið í sumar. Óvenju fáir unglingar eða 34 samtals voru skráðir í skólann í sumar en fjöldinn var þó misjafn eftir vikum og mánuðum. Smíðaskólinn var opinn dagana 11 - 21. júlí og var þátttaka mjög góð.

3.Reglur Fjallabyggðar um úthlutun styrkja til fræðslumála

Málsnúmer 1910006Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd fór yfir reglur Fjallabyggðar um úthlutun styrkja til fræðslumála.
Lagt fram til kynningar
Núgildandi reglur um úthlutun styrkja til fræðslumála lagðar fram til kynningar. Fræðslu- og frístundanefnd gerir ekki tillögur að breytingum reglnanna. Auglýst verður eftir umsóknum um fræðslustyrki í byrjun október.

4.Húsnæði Neon - Suðurgata 4

Málsnúmer 2104042Vakta málsnúmer

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fer yfir stöðu framkvæmda í nýju húsnæði félagsmiðstöðvarinnar Neons í Suðurgötu 2-4.
Lagt fram til kynningar
Fræðslu- og frístundanefnd fór í skoðunarferð í nýtt húsnæði félagsmiðstöðvarinnar, Suðurgötu 2-4 Siglufirði. Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir stöðu framkvæmda í húsnæðinu. Framkvæmdum er ekki lokið og harmar fræðslu- og frístundanefnd það, en verklok voru áætluð fyrir skólabyrjun. Það verður því töf á upphafi starfs í félagsmiðstöðinni og vill nefndin biðja nemendur á unglingastigi grunnskólans afsökunar á því. Vonandi mun framkvæmdum ljúka sem allra fyrst.

Fundi slitið - kl. 18:10.