Vinnuskóli Fjallabyggðar 2022

Málsnúmer 2208073

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 114. fundur - 05.09.2022

Forstöðumaður Vinnuskóla Fjallabyggðar fer yfir starf vinnuskólans sumarið 2022.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður Vinnuskóla Fjallabyggðar. Haukur fór yfir starfið í sumar. Óvenju fáir unglingar eða 34 samtals voru skráðir í skólann í sumar en fjöldinn var þó misjafn eftir vikum og mánuðum. Smíðaskólinn var opinn dagana 11 - 21. júlí og var þátttaka mjög góð.