Reglur Fjallabyggðar um úthlutun styrkja til fræðslurmála

Málsnúmer 1910006

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 75. fundur - 07.10.2019

Drög að nýjum reglum um úthlutun fræðslustyrkja Fjallabyggðar lagðar fram. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.

Fræðslu- og frístundanefnd leggur til að afnema einstaka frístundastyrki og framlag til ÚÍF verði hækkað sem því nemur. Formanni fræðslu- og frístundanefndar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningardeildar er falið að fylgja málinu eftir í samræmi við niðurstöðu fundarins.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 89. fundur - 07.09.2020


Fræðslu- og frístundanefnd fór yfir gildandi reglur um úthlutun styrkja til fræðslumála. Nefndin mælir með að reglurnar verði óbreyttar fyrir árið 2021.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 108. fundur - 07.02.2022

Fræðslu- og frístundanefnd fer yfir reglur um úthlutun styrkja til fræðslumála m.t.t. hvort uppfæra þurfi þær fyrir næstu úthlutun.
Afgreiðslu frestað
Fræðslu- og frístundanefnd yfirfór reglur um úthlutun styrkja til fræðslumála. Nefndin felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála að uppfæra reglurnar, ásamt umsóknareyðublaði samkvæmt umræðu á fundinum og leggja fyrir næsta fund fræðslu- og frístundanefndar.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 110. fundur - 04.04.2022

Fræðslu- og frístundanefnd hefur unnið í endurskoðun reglna um úthlutun fræðslustyrkja.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir breytingar á reglum um úthutun fræðslustyrkja fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 114. fundur - 05.09.2022

Fræðslu- og frístundanefnd fór yfir reglur Fjallabyggðar um úthlutun styrkja til fræðslumála.
Lagt fram til kynningar
Núgildandi reglur um úthlutun styrkja til fræðslumála lagðar fram til kynningar. Fræðslu- og frístundanefnd gerir ekki tillögur að breytingum reglnanna. Auglýst verður eftir umsóknum um fræðslustyrki í byrjun október.