Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

110. fundur 04. apríl 2022 kl. 16:30 - 18:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Hólmar Hákon Óðinsson varaformaður I lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varamaður, D lista
  • Jón Garðar Steingrímsson varamaður, I lista
  • Diljá Helgadóttir aðalmaður, H lista
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála

1.Skóladagatöl 2022-2023

Málsnúmer 2203015Vakta málsnúmer

Drög að skóladagatölum leik- og grunnskóla lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum dagskrárlið sat Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna. Einnig sat Brynhildur Reykjalín Vilhjálmsdóttir fulltrúi kennara grunnskólans undir þessum dagskrárlið.
Drög að skóladagatali leik- og grunnskóla lögð fram til kynningar.

2.Niðurstöður foreldrakönnunar Skólapúlsins 2022

Málsnúmer 2204011Vakta málsnúmer

Niðurstöður foreldrakönnunar Skólapúlsins 2022 lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Foreldrakönnun Skólapúlsins var lögð fyrir í febrúar 2022. Niðurstöður liggja fyrir og voru lagðar fram til kynningar. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og skólastjóra grunnskólans falið að rýna niðurstöður til frekari umfjöllunar á næsta fundi nefndarinnar.

3.Reglur Fjallabyggðar um úthlutun styrkja til fræðslumála

Málsnúmer 1910006Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd hefur unnið í endurskoðun reglna um úthlutun fræðslustyrkja.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir breytingar á reglum um úthutun fræðslustyrkja fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

4.Reglur um skólaakstur í Fjallabyggð

Málsnúmer 2202013Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd hefur unnið í endurskoðun reglna um skólaakstur í Fjallabyggð.
Afgreiðslu frestað
Fræðslu- og frístundanefnd ákveður að fresta afgeiðslu málsins til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 18:00.