Niðurstöður foreldrakönnunar Skólapúlsins 2022

Málsnúmer 2204011

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 110. fundur - 04.04.2022

Niðurstöður foreldrakönnunar Skólapúlsins 2022 lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Foreldrakönnun Skólapúlsins var lögð fyrir í febrúar 2022. Niðurstöður liggja fyrir og voru lagðar fram til kynningar. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og skólastjóra grunnskólans falið að rýna niðurstöður til frekari umfjöllunar á næsta fundi nefndarinnar.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 111. fundur - 02.05.2022

Á síðasta fundi fræðslu-og frístundanefndar fól nefndin deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og skólastjóra grunnskólans að rýna niðurstöður til frekari umfjöllunar á næsta fundi nefndarinnar.
Sigríður Guðrún Hauksdsdóttir vék af fundi.
Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Halldóra M. Elíasdóttir fulltrúi kennara.
Skólastjóri fór yfir viðbrögð skólans eftir að niðurstöður foreldrakönnunar lágu fyrir og birti nefndinni bréf sem sent var foreldrum.